Samskiptatól um bólusetningar
Sóttvarnastofnunin Evrópu (ECDC) hefur þróað breytanlegt kynningarefni til að auka vitund um EVIP og tryggja að fólk hafi þær upplýsingar sem það þarf til að taka upplýstar ákvarðanir um bólusetningar.
Samskiptatólið samanstendur af fjölbreyttu samskiptaefni (veggspjöldum, skýringarmyndum, samfélagsmiðlaspjldum, hreyfimyndum o.s.frv.) og miðar að því að:
- Bæta heilbrigðisfræðslu um bóluefnavísindi og sporna gegn rangfærslum og misvísandi upplýsingum með því að veita staðreyndir og upplýsingar.
- Stuðla að aukinni upptöku bólusetninga í ESB/EES vegna COVID-19 og annarra sjúkdóma.
- Styðja/virkja þjóðlegar áherslur (NFP) í innlendum herferðum.
Efnið er ætlað innlendum yfirvöldum til dreifingar til fagfólks í heilbrigðisþjónustu, svo sem heimilislækna, barnalækna, skólaheilsugæslu, sérfræðilækna, hjúkrunarfræðinga, lyfjafræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Hægt er að breyta efninu og bæta inn vörumerkjum.
Öll efni voru þróuð með hliðsjón af fræðilegum samskiptakenningum, prófuð fyrir notkun og þýdd á öll tungumál ESB/EES. Efnið var þróað í stíl sem tryggir að það sé aðgengilegt, áhugavert, hnitmiðað og auðvelt í dreifingu. Það er einnig ætlað að mæta þörfum og væntingum fólks þegar það er að leita að upplýsingum um bólusetningu.
Eftirfarandi skjal má nota sem leiðbeiningar fyrir notkun kynningapakkans (aðeins fáanlegt á ensku):
Þessi samskiptapakki inniheldur fjölbreytt efni sem beinir sjónum að krabbameini sem hægt er að koma í veg fyrir með bóluefni og miðar að því að vekja athygli á því hvernig ákveðin bóluefni — svo sem gegn HPV og lifrarbólgu B í mönnum — geta dregið verulega úr hættunni á að fá tilteknar tegundir krabbameins.
Þessi pakki inniheldur:
- Veggspjald um krabbamein sem hægt er að koma í veg fyrir með bóluefni
- Bækling um krabbamein sem hægt er að koma í veg fyrir með bóluefni
- Skýringarmynd um krabbamein sem hægt er að koma í veg fyrir með bóluefni
- Samfélagsmiðlaspjöld fyrir lifrarbólgu B & HPV
Eftir barnæsku og áður en fólk verður foreldrar, sinnir það sjaldan bólusetningum sem umræðuefni, (nema í tilfellum sem snúa að sérstöku heilsufarsástandi). Hins vegar á þetta ekki við um sjúkdóma tengda ferðalögum eða einstaklingum sem sækja stórar samkomur eins og sumartónlistarhátíðir. Þessi pakki leggur áherslu á sjúkdóma sem fólk getur lent í á sumrin eða þegar ferðast er og kynnir mögulegar bólusetningar gegn sumum algengum sýkingum sem tengjast ferðalögum og lífsstíl.
Þessi pakki inniheldur:
- Veggspjöld um Mpox, TBE og ferðalög
- Bæklinga um Mpox, TBE og ferðalög
- Skýringarmyndir um Mpox, TBE og ferðalög
- Samfélagsmiðlaspjöld um TBE
Kynningaefnið í þessum pakka er ætlað foreldrum til að upplýsa þá á þeim augnablikum þegar umræðan um bólusetningar kemur upp — á fyrstu árum barnsins og við upphaf skólaárs. Sem slíkt leggur það áherslu á bóluefni sem gefin eru á fyrstu árum ævinnar og leitast við að svara algengum spurningum, kynna bóluefni fyrir börn og ávinning þeirra á hlutlægan hátt.
Þessi pakki inniheldur:
- Veggspjöld um bólusetningu fyrir börn og breytilegt bólusetningardagatal
- Bæklingur um bólusetningu barna
- Skýringarmyndir um MMR og bólusetningu fyrir börn
- Samfélagsmiðlaspjöld um mænusótt, mislinga og kíghósta
Þessi pakkning inniheldur ítarlegar upplýsingar um algengar veirusýkingar í öndunarfærum, sem má koma í veg fyrir með bóluefni en þær ná oft hámarki yfir vetrarmánuðina. Hún er hönnuð til að styðja við landsyfirvald til að ná til almennings varðandi bólusetningar fyrir vetrartímann og draga úr áhrifum og útbreiðslu veira eins og inflúensu, RS-veiru og COVID-19, þar sem þessar veirur birtast oft saman í kynningarefni bólusetningarherferða.
Þessi pakki inniheldur:
- Veggspjöld um flensu og COVID-19 og RS-veiru
- Bæklingar um flensu og COVID-19 og RS-veiru
- Skýringarmyndir um flensu og COVID-19, og RS-veiru
- Samfelagsmiðlaspjöld um flensu, COVID-19, RS-veiru og öndunarveirur
Almenna upplýsingapakki veitir almennt yfirlit yfir það hvernig bóluefnin virka, ávinning þeirra og árangur. Efnið inniheldur auðskiljanlegar útskýringar á því hvernig bóluefni örva ónæmiskerfið, mismunandi tegundir bóluefna og hvenær og hvers vegna fólk ætti að velja að láta bólusetja sig. Þessi pakki miðar að því að afmýta umræðu um bólusetningar og efla skilning almennings á þessu mikilvæga tæki í lýðheilsu til að stuðla að upplýstri umræðu.
Hann veitir heilbrigðisstarfsfólki einnig úrræði um hvernig á að nálgast og skipuleggja samtöl um bólusetningu við sjúklinga sem kunna að vera hikandi eða hafa spurningar.
Þessi pakki inniheldur:
- Veggspjöld um hvernig bóluefni virka, ávinning af bólusetningu, bólusetningu og meðgöngu og öryggi bóluefnis
- Bæklinga um virkni bóluefna, öryggi bóluefnis og bólusetningar og meðgöngu
- Skýringarmyndir um hvernig bóluefni virka, ávinning af bólusetningu og bólusetningu og meðgöngu
- Samfélagsmiðlaspjöld um hvernig bóluefni virka
- Upplýsingablöð fyrir heilbrigðisstarfsfólk um öryggi bóluefnis og virkni bóluefnis
Í samræmi við mikilvægi ævilangrar bólusetningar, spurningar um örvunarskammta og tímasetningu þeirra og mikilvægi bólusetninga við að vernda eldra fólk, inniheldur þessi pakki almennara efni sem svarar algengum spurningum um ævilanga bólusetningu.
Þessi pakki inniheldur:
- Veggspjöld um hvernig bóluefni berjast gegn sjúkdómum og lífslöngum bólusetningum
- Bæklingar um örvunarskammt og ævilanga bólusetningu
- Skýringarmyndir um örvunarskammt og ævilanga bólusetningu
- Samfélagsmiðlakort um örvunarskammt og ævilanga bólusetningu