RS-veira
What is RSV?
Respiratory syncytial virus (RSV) is a common respiratory virus that causes mild, cold-like symptoms. People who contract RSV usually recover in around a week without the need for medical treatment. However, in infants under six months of age, people over 65, and people with a compromised immune system, RSV can cause severe illness and death.
In the EU, Norway and United Kingdom, RSV is responsible for the hospitalisation of around 213,000 children under five with some requiring intensive care, and roughly 158,000 adults each year. One in twenty elderly people in Europe contract RSV every year.
At a glance: RSV in Europe
- Respiratory disease caused by a virus
- RSV spreads easily through the air
- Over 200 000 hospitalisations of children, 150 000 hospitalisations of adults and 20 000 deaths of people over 60 every year.
- RSV can cause serious illness in infants, older people and in people with weak immune systems.
- Vaccination can prevent RSV and its complications
Hver eru einkenni RS-veirunnar?
RS-veiran hefur mismunandi áhrif á mismunandi aldurshópa, en algengustu einkenni sjúkdómsins eru:
- Hósti
- Hnerri
- Hiti
- Nefrennsli
- Önghljóð
Ungbörn sem fá RS-veiruna geta fengið annarskonar einkenni svo sem:
- Pirringur
- Minnkuð matarlyst
- Breytingar á öndunarmynstri
- Öndunarstöðvun (e. apnoea; tímabundið öndunarstopp, sérstaklega í svefni)
Hjá börnum undir 5 ára getur RS-veiran einnig valdið:
- Hröð öndun
- Erfiðleikum við að kyngja
- Blóðsýkingu (e. sepsis; lífshættuleg sýking með ofsafengnu bólguviðbragði, oft samfara blóðþrýstingsfalli)
Fullorðnir með RS-veiruna geta einnig fundið fyrir særindum í hálsi, höfuðverk, andþyngslum og þreytu.
Hverjir eru fylgikvillar RS-veirunnar?
Þó að flest tilvik séu væg, getur RS-veiran valdið versnun undirliggjandi sjúkdóma og alvarlegum fylgikvillum sem geta verið lífshættulegir. Fylgikvillar alvarlegrar sýkingar af völdum RS-veirunnar eru berkjungabólga (bólga í smæstu öndunarvegum) og lungnabólga
Hjá ungbörnum og ungum börnum eru öndunarerfiðleikar merki um alvarlega sýkingu af völdum RS-veirunnar sem krefjast tafarlausrar læknishjálpar. Hraður, grunnur andardráttur, blakt á nasavængjum við innöndun, hávær öndun, öndunarhlé og inndrættir á brjóstkassa benda til þess að þörf sé á bráðri læknishjálp. Að auki ættu foreldrar að vera á varðbergi gagnvart bláum eða gráum lit á vörum, munni eða fingurnöglum þar sem þetta er merki um verulega minnkaða súrefnismettun í blóði.
Ungbörn geta einnig fengið blóðsýkingu, sýkingu í blóðrásinni sem getur valdið ýmsum einkennum, þar á meðal blóðþrýstingsfalli, hröðun á hjartslætti og hita. Aldraðir sjúklingar með RS-veiruna geta fengið fylgikvilla eins og versnun langvinnrar lungnateppu og hjartasjúkdóma.
Hvernig smitast RS-veiran?
RS-veiran smitast milli manna með ögnum og dropum sem berast út í loftið þegar sýktur einstaklingur andar, talar, hóstar eða hnerrar.
Veiran smitast einnig við nána snertingu svo sem kossa milli foreldra og barna.
RS-veiran getur einnig smitast þegar dropar frá öndunarfærum lenda á yfirborði sem aðrir snerta. Veiran berst þá á hendurnar og fólk smitast þegar það snertir nefið, munninn eða augun. Þetta er algeng smitleið hjá smábörnum og ungum börnum sem snerta mengað yfirborð eða leikföng eða setja mengaða hluti í munninn.
Einkenni koma venjulega fram tveimur til átta dögum eftir sýkingu.
Hverjir eru í áhættu að fá RS-veiruna?
RS-veiran getur smitað fólk á hvaða aldri sem er og næstum öll börn sýkjast af RS-veirunni áður en þau verða tveggja ára.
Þeir sem eru í mestri hættu eru fyrirburar og börn yngri en sex mánaða, fólk eldra en 65 ára og þeir sem eru með veiklað ónæmiskerfi eða undirliggjandi sjúkdóma eins og sykursýki, hjartasjúkdóma og lungnasjúkdóma.
Hvernig er hægt að koma í veg fyrir RS-veiruna?
Árið 2023 samþykkti Evrópusambandið fyrsta bóluefnið gegn RS-veirunni sem hentar til verndar ungbörnum allt að sex mánaða aldri og tvö bóluefni fyrir eldri fullorðna. Þegar bóluefni er gefið móður á meðgöngu fara mótefnin sem myndast sem svar við bóluefninu yfir fylgjuna til fóstursins og vernda barnið í allt að sex mánuði eftir fæðingu.
Almennar varnir gegn smiti eru þær sömu og fyrir flestar aðrar öndunarfæraveirur. Ráðstafanir eins og að þvo og hreinsa hendur oft, hylja nef og munn þegar þú hnerrar og forðast snertingu við aðra þegar þeir eru veikir getur hjálpað til við að takmarka útbreiðslu RS-veirunnar og vernda viðkvæmt fólk.
Hvernig er RS-veirusýking meðhöndluð?
Væg tilfelli af RS-veirunni þurfa venjulega enga meðferð þar sem fólk jafnar sig eftir nokkra daga. Ungbörn yngri en sex mánaða gætu þurft að dvelja á sjúkrahúsi til að fylgjast með öndun og súrefnismagni.
Í alvarlegum tilfellum getur sjúkrahúsmeðferð falið í sér stuðningsmeðferð, öndunarstuðning og veirulyf ásamt sértækri meðferð við fylgikvillum sem geta komið upp
Í sumum tilfellum geta börn undir 2 ára þurft lyf, þar með talið veirulyf, til að draga úr hættu á alvarlegum sjúkdómi ef þau smitast.