Staðreyndablað

Hvað er barnaveiki?

Barnaveiki er alvarlegur sjúkdómur sem orsakast af Corynebacterium diphtheriae bakteríum (í sumum tilfellum einnig af Corynebacterium ulcerans) sem búa til slímhimnur í hálsi og efri öndunarvegi og geta framleitt eiturefni sem hefur áhrif á önnur líffæri.

Image of woman with fever

Hver eru einkenni barnaveiki?

Fólk sem er smitað af barnaveikibakteríu getur fengið einkenni eða ekki, en það ber bakteríuna í hálsinum og getur smitað aðra.

  • Flestir með barnaveiki finna fyrir öndunarfærasýkingu, hálsbólgu og fá lágan hita á fyrstu dögum veikindanna. Væg tilfelli sjúkdómsins fá ekki frekari einkenni.
  • Ef sjúkdómurinn er alvarlegri myndast þétt skán eða himna. Himnan getur verið staðbundin - til dæmis bara á hálskirtlum eða koki - eða gæti þakið breitt svæði í öndunarvegi sjúklingsins. Í alvarlegri tilfellum getur hálsinn þrútnað og bólgnað mikið.
  • Barnaveiki getur valdið húðsýkingu sem kemur fram með sárum á húðinni sem eru þakin grárri himnu og gróa ekki.  Þessi einkenni eru algengari meðal fólks sem býr við slæmar aðstæður, t.d. heimilislausra eða fíkniefnaneytenda.

Hverjir eru fylgikvillar barnaveiki?

Jafnvel með meðferð deyr um 1 af hverjum 10 sjúklingum með barnaveiki. Algengasta dánarorsök barnaveiki eru hjartavandamál. Barnaveikibaktería getur myndað eiturefni sem losnar út í blóðrásarkerfið og berst í líkamsvefi. Eitrið getur valdið miklum líffæraskemmdum,  hjartabólgu og taugakvilla.

woman coughs

Hvernig smitast barnaveiki?

Barnaveiki dreifist með dropum úr öndunarfærum smitaðs fólks - sérstaklega með hósta eða hnerrum. Fólk getur einnig smitast með snertingu við sár á sýktum einstaklingi.

Fólk sem er með ómeðhöndlaða barnaveiki getur verið smitandi í allt að fjórar vikur og fólk sem ber bakteríuna getur verið smitandi lengur, jafnvel þótt það hafi engin einkenni.

Sú tegund sjúkdómsins sem hefur áhrif á húðina sést að mestu meðal fólks sem er fátækt, heimilislaust eða fíkniefnaneytendur. Áhættuþættir sýkingar eru einnig ferðalög, náin snerting við nautgripi og neysla hrárra mjólkurafurða.

Hverjir er í áhættu að fá barnaveiki?

Fólk sem er óbólusett og hefur verið í nánu sambandi við smitaðan einstakling er í hættu á að fá barnaveiki.

Baby being vaccinated

Hvernig er hægt að koma í veg fyrir barnaveiki?

Virkt bóluefni gegn barnaveiki er fáanlegt og fjöldabólusetning hefur dregið verulega úr fjölda tilfella í Evrópu og á heimsvísu. Bólusetning gegn barnaveiki er hluti af hefðbundnum bólusetningaráætlunum og er bóluefnið gefið ásamt bóluefnum gegn öðrum sjúkdómum. Hins vegar getur barnaveikistilfellum fjölgað aftur ef bólusetningarfjöldi minnkar.

Hvernig er barnaveiki meðhöndluð?

Hægt er að meðhöndla barnaveiki með móteitri og sýklalyfjum. Þeir sem búa með einstaklingi sem er smitaður af barnaveiki geta fengið fyrirbyggjandi meðferð með sýklalyfjum.

Page last updated 3 okt 2022