Hlaupabóla (varicella)

Staðreyndablað

Hvað er hlaupabóla?

Hlaupabóla er mjög algeng veirusýking, einnig þekkt sem varicella. Sýkingin veldur yfirleitt vægum einkennum og er best þekkt fyrir að valda útbrotum með kláða sem líkjast blöðrumyndun á húð. Flest börn sem ekki eru bólusett fyrir 10 ára aldur munu fá hlaupabólu Eftir bata frá hlaupabólu leggst veiran í dvala (án einkenna) í líkamanum og getur oft valdið ristli síðar á ævinni. 

Sum lönd innan ESB/EES eru með bóluefni gegn hlaupabólu í bólusetningaráætlunum sínum.

í stuttu máli. Hlaupabóla í Evrópu

  • Húðsjúkdómur af völdum veiru
  • Hlaupabóla smitast milli manna í gegnum andrúmsloftið og af smituðu yfirborði
  • Áætlað er að milljónir barna smitist á ári hverju
  • 90% hlaupabólutilfella í Evrópu eru meðal barna og unglinga undir 15 ára aldri.
  • Hægt er að koma í veg fyrir hlaupabólu með bólusetningu. 

Finndu út meira um bóluefnið í þínu landi

chickenpox symptoms

Hver eru einkenni hlaupabólu?

Einkenni hlaupabólusýkingar eru auðþekkjanleg vegna útbrotanna sem hún veldur. Öll húðeinkenni geta verið til staðar á sama tíma. Lófum og iljum er yfirleitt hlíft.  Þegar einstaklingar eru sýktir, fara þeir í gegnum röð af einkennum: 

  • Hiti
  • Þreyta
  • Höfuðverkur
  • Magaverkur
  • Útbrot á húð 
  • Vessafylltar blöðrur á húð
  • Hrúður þegar blöðrurnar springa og þorna
  • Flekkótt húð
  • Sár
  • Ör á húð.

Hverjir eru fylgikvillar hlaupabólu? 

Hlaupabóla er algengast meðal barna og hverfur yfirleitt af sjálfu sér. Hins vegar getur sjúkdómurinn valdið alvarlegri einkennum og fylgikvillum hjá fullorðnum, sérstaklega meðal barnshafandi kvenna og fólks með skert ónæmiskerfi. Aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar en geta m.a. verið: 

  • Bakteríusýking í húð eða blóði. 
  • Lungnabólga (sýking og bólga í lungum)
  • Vandamál með blóðstorknun
  • Lifrarkvillar
  • Heilabólga (þroti og bólga í heila) 
  • Hnykilbólga (bólga í litla heila sem veldur heilabilun)

Hvernig smitast hlaupabóla?

Veiran sem veldur hlaupabólu er mjög smitandi, þar sem 96% fólks sem hefur ekki ónæmi vegna bólusetningar eða fyrri sýkingar smitast eftir útsetningu. Hlaupabóla smitast með líkamlegri snertingu, með því að anda að sér lofti nálægt sýktum einstaklingi eða frá yfirborðum sem sýktur einstaklingur hefur snert. 

chickenpox can spread through surfaces

Hverjir eru í áhættu að fá hlaupabólu?

Allir geta fengið hlaupabólusýkingu á hvaða aldri sem er, þó hún sé algengust hjá óbólusettum börnum yngri en 10 ára. 

Hlaupabóla hefur í för með sér meiri áhættu fyrir barnshafandi konur þar sem þær eru líklegri til að þróa með sér alvarlegan sjúkdóm og fylgikvilla vegna sýkingar. Sjúkdómurinn getur einnig aukið hættu á fósturláti og smiti til fósturs – ástand sem kallast "meðfædd hlaupabóla". Meðfædd hlaupabóla er sjaldgæf en getur valdið alvarlegri, ævilangri líkamlegri fötlun og námsörðugleikum.

child getting vaccinated

Hvernig er hægt að koma í veg fyrir hlaupabólu? 

Bólusetning er áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir hlaupabólu. Bóluefnið gegn hlaupabólu er hluti af bólusetningaráætlun fyrir börn í sumum aðildarríkjum ESB/EES. 

Að forðast nánd við fólk sem er með hlaupabólu eða ristil (sem orsakast af sömu veiru) getur dregið úr hættu á að smitast af veirunni. Fólk með hlaupabólu getur verið smitandi dagana áður en það fær dæmigerð útbrot, sem gerir það erfiðara að forðast fólk sem er veikt. 

Hvernig er hlaupabóla meðhöndluð?

Þar sem hlaupabóla hverfur venjulega af sjálfu sér er engin sérstök meðferð nauðsynleg til að fólk jafni sig. Hægt er að nota lausasölulyf til að lækka hita, eða krem til að draga úr kláða frá útbrotum til að láta fólki líða betur. Mælt er með því að forðast að klóra útbrot og sár til að koma í veg fyrir ör.

Börn/unglingar yngri en 18 ára ættu aldrei að fá aspirín (magnýl) þegar þau eru með hlaupabólu þar sem það getur valdið hættulegu ástandi sem kallast Reye heilkenni.