Pneumókokkasýking
Hvað er pneumókokkasýking?
Pneumókokkasýking er bakteríusýking sem getur verið lífshættuleg og valdið alvarlegum fylgikvillum. Sýkining er af völdum bakteríu sem kallast Streptococcus pneumoniae (einnig þekkt sem pneumókokkar). Bakterían getur sýkt mismunandi líkamshluta og einkenni eru mismunandi eftir því hvar sýkingin er staðsett.
Bóluefni gegn pneumókokkasýkingu eru almennt hluti af bólusetningaráætlunum á ESB/EES svæðinu.
At a glance: Pneumococcal disease in Europe
- Disease that can affect different parts of the body caused by bacteria
- Pneumococcal disease spreads through the air
- Around 9000 cases every year
- Vaccination can prevent pneumococcal disease and the complications it can cause
Find out more about the pneumococcal disease vaccine in your country
Hver eru einkenni pneumókokkasýkingar?
Einkenni pneumókokkasýkingar eru háð þeim líkamshluta sem bakterían sýkir.
Sýkingin getur verið tiltölulega væg og hefur þá aðeins áhrif á nef eða eyru. Hins vegar, ef bakteríurnar komast inn í aðra líkamshluta, eins og blóð, heila eða hjarta, geta einkennin orðið alvarleg og lífshættuleg.
Einkenni vægs sjúkdóms eru m.a.:
- Eyrnaverkur
- Höfuðverkur
- Stíflað nef
- Hósti
- Hiti
- Lystarleysi
Einkenni alvarlegs sjúkdóms geta m.a. verið:
- Óráð
- Brjóstverkur
- Öndunarerfiðleikar
- Viðkvæmni fyrir ljósi (birtu)
- Verkir eða almenn óþægindi
- Útbrot sem hverfa ekki þegar þrýst er á þau
- Föl, blá, grá eða flekkótt húð, varir eða tunga
- Dökk húð í kringum neglur eða augu.
Hverjir eru fylgikvillar pneumókokkasýkingar?
Fylgikvillar pneumókokkasýkingar eru háðir því hvar sýkingin er í líkamanum. Mögulegir fylgikvillar eru m.a.:
- Heilahimnubólga (bólga í himnu sem umlykur heila og mænu)
- Blóðsýking (alvarleg blóðsýking/eitrun)
- Lungnabólga (sýking og bólga í lungum)
- Bein- og mergbólga (bólga í beinum)
- Liðbólga (sýking og bólga í liðum)
Í mjög sjaldgæfum tilfellum getur heilahimnubólga (sem kemur aðallega fram hjá börnum) og blóðsýking leitt til ævilangrar fötlunar eins og heyrnarleysis eða heilaskaða. Aflimun útlima er nauðsynleg í alvarlegum tilfellum.
Ómeðhöndlaðar, alvarlegar sýkingar geta verið lífshættulegar.
Sjúkdómur af völdum pneumókokkasýkingar er algeng dánarorsök hjá eldra fólki.
Hvernig dreifist pneumókokkasýking?
Bakterían sem veldur pneumókokkasjúkdómnum lifir oft í nefi og hálsi einstaklingsins án þess að valda veikindum. Hins vegar, ef bakterían dreifast til annarra líkamshluta, getur sýkingin sem af því hlýst verið mjög alvarleg. Jafnvel þó að einstaklingar sýni ekki einkenni getur bakterían breiðst út frá þeim til annarra með dropum/úða frá öndunarfærum, sem oftast gerist í nánd við börn, sérstaklega í daggæslu/leikskólum eða á heimilum stórra fjölskyldna.
Hverjir er í áhættu að fá pneumókokkasjúkdóm?
Hver sem er getur fengið pneumókokkasjúkdóm á hvaða aldri sem er. Hins vegar eru þeir sem eru í mestri hættu á sýkingum og alvarlegum sjúkdómum börn undir fimm ára aldri, eldra fólk (sem smitast oft af barnabörnum sínum) og fólk með veiklað ónæmiskerfi.
Hvernig er hægt að koma í veg fyrir pneumókokkasjúkdóm?
Bólusetning er ein áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir pneumókokkasjúkdóm. Bóluefni gegn pneumókokkasjúkdómi eru hluti af bólusetningaráætlun barna í flestum aðildarríkjum ESB/EES.
Viðeigandi hreinlæti og að forðast nánd við fólk sem er veikt getur einnig hjálpað til við að vernda gegn sýkingum af völdum pneumókokkasjúkdóms. Fólk með pneumókokka í nefi og hálsi en án einkenna getur borið bakteríurnar, sem gerir erfiðara fyrir að verjast sjúkdómnum.
Hvernig er pneumókokkasjúkdómur meðhöndlaður?
Meðferð við pneumókokkasjúkdómi felur yfirleitt í sér sýklalyf til meðferðar við sýkingunni. Önnur meðferð fer eftir staðsetningu sýkingarinnar í líkamanum og þeim fylgikvillum sem sýkingin kann að hafa valdið.