Hettusótt

Staðreyndablað

Hvað er hettusótt? 

Hettusótt er veirusýking sem er þekktust fyrir að valda sársaukafullri bólgu í munnvatnskirtlum við kinnar andlits, fyrir neðan eyrun.

Hettusóttarbóluefnið hefur verið hluti af venjubundnum barnabólusetningaráætlunum í mörgum ESB/EES löndum síðan á níunda áratugnum og er í áætlunum allra ESB/EES landa í dag, sem hefur leitt til verulegra fækkunar tilkynntra tilfella.

í stuttu máli. Hettusótt í Evrópu

  • Sýking af völdum veiru sem veldur sársaukafullum bólgu í munnvatnskirtlum í kringum andlitið.
  • Um 10000 tilfelli á ári
  • Bólusetning getur komið í veg fyrir hettusótt og þá fylgikvilla sem það getur valdið

Finndu út meira um bóluefnið í þínu landi.

Mumps swollen gland

Hver eru einkenni hettusóttar?

Þekktasta einkenni hettusóttar eru sársaukafull bólga í munnvatnskirtlunum við kinnar andlits, fyrir neðan eyrun Sjúkdómurinn getur haft áhrif á aðeins aðra hlið andlits eða báðar. Hettusótt getur einnig valdið: 

  • Hita
  • Höfuðverk
  • Liðverkum
  • Lystarleysi

Ofantalin einkenni koma oft fyrst en bólgan kemur fram síðar. Þó að einkenni hettusótt séu almennt væg, þá eru mörg einkennanna þau sömu og annarra alvarlegri sýkinga.

Hverjir eru fylgikvillar hettusóttar? 

Í sjaldgæfum tilfellum getur hettusótt valdið fylgikvillum sem geta verið lífshættulegir eða valdið varanlegum skaða, eins og:  

  • Heilahimnubólgu (bólga í himnunni sem umlykur heila og mænu)
  • Heilabólgu (bólga í heila) 
  • Ófrjósemi (erfiðleikar við að verða þunguð)
  • Heyrnarleysi í öðru eða báðum eyrum
  • Bráðri brisbólgu (bólga í kirtlinum sem hjálpar líkamanum að melta mat og stjórna blóðsykri)

Hettusótt tengist einnig aukinni hættu á fósturláti ef barnshafandi einstaklingur smitast af veirunni á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu. 

Mumps clusters

Hvernig smitast hettusótt?

Hettusótt er orsökuð af völdum veiru. Veiran dreifist í örsmáum dropum (úða) af vökva frá sýktum einstakling i þegar hann hóstar, hnerrar eða talar. Þessir dropar geta sest á yfirborð eins og hurðarhúna. 

Fólk sem er sýkt af hettusóttar veirunni er líklegast til að dreifa henni á dögunum áður en það sýnir einkenni sem gerir erfiðara fyrir að forðast smitandi einstaklinga.

Hverjir eru í áhættu að fá hettusótt?

Allir geta smitast af hettusótt á hvaða aldri sem er.

Þrátt fyrir að flestir í Evrópu séu bólusettir, kemur hettusótt af og til á stöðum þar sem fólk er í nánu sambandi eins og skólum og háskólum. Hátt tíðni bólusetninga þýðir að þessi útbreiðsla er minni en ella. Útbreiðslan endist ekki eins lengi og veiran dreifist ekki eins víða en hún myndu gera ef bólusetningartíðni væri lægri.  Hettusótt er enn algengast hjá fólki sem er óbólusett eða ekki að fullu bólusett. 

Teenager getting vaccinated

Hvernig er hægt að koma í veg fyrir hettusótt? 

Bólusetning er ein áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir hettusótt.

Hettusóttarbóluefnið er hluti af barnabólusetningaráætlun í öllum löndum ESB/EES. Þar af leiðandi eru flestir Evrópubúar varnir gegn hettusótt. 

Fólk með hettusótt getur hjálpað til við að draga úr útbreiðslu þess með því að:

  • Viðhalda réttri handhreinsun
  • Forðast snertingu við annað fólk að minnsta kosti á fyrstu viku einkenna

Til að hjálpa til við að takmarka útbreiðslu hettusóttarveirunnar biðja læknar stundum fólk með hettusótt að einangra sig þar til einkennin eru liðin hjá.

Hvernig er hettusótt meðhöndluð?

Hettusótt hverfur venjulega af sjálfu sér innan tveggja vikna. 

Meðferð er venjulega aðeins nauðsynleg í alvarlegum tilfellum, til að létta einkenni og til að meðhöndla fylgikvilla.