Malaría

Staðreyndablað

Hvað er malaría?

Malaría er sjúkdómur af völdum sníkjudýra sem breiðast út með moskítóbiti og getur verið lífshættulegur.

Þökk sé öflugum lýðheilsuráðstöfunum hefur malaríu verið útrýmt í Evrópu. Hins vegar veldur sjúkdómurinn hundruðum þúsunda dauðsfalla á hverju ári, sérstaklega í Afríku. 

í stuttu máli

  • Malaría berst til manna með bitum frá sýktum moskítóflugum  
  • Í löndum ESB/EES eru eru meira en 6000 tilfelli tilkynnt á hverju ári. 99,8 % tilfella eru tengd ferðalögum.
  • Hægt er að koma í veg fyrir malaríu með því að fá bólusetningu eða taka fyrirbyggjandi lyf.  

Fræddu þig um malaríu bóluefnið þar sem þú ert. 

Hver eru einkenni malaríu?

Eftir útsetningu tekur venjulega allt að tvær vikur fyrir einkenni algengustu tegundar malaríu að koma fram, en í sumum tilvikum geta liðið mánuðir áður en einkenni koma fram. Þegar þau byrja, eru einkenni:  

  • Hiti
  • Hrollur
  • Höfuðverkur
  • Svitakóf
  • Ógleði
  • Uppköst
  • Niðurgangur
  • Hósti
  • Gula
  • Lið- og vöðvaverkir

Hverjir eru fylgikvillar malaríu?

Í alvarlegri tilvikum geta einkenni einnig verið:  

  • Nýrnabilun
  • Flog
  • Öndunarerfiðleikar
  • Rugl

Hvernig smitast malaría?

Malaría breiðist út til manna með bitum af sýktum moskítóflugum.  

Hverjir eru í áhættu að fá malaríu?

Allir geta smitast af malaríu. Þeir sem eru í mestri hættu á alvarlegum sjúkdóm eru þungaðar konur, ung börn, fólk eldra en 65 ára og fólk með skert ónæmiskerfi  

Gæta skal sérstakrar varúðar ef þú ætlar að ferðast til svæða þar sem malaría er til staðar.

Malaría er til staðar í Afríku sunnan Sahara, Mið-Austurlöndum, Suður-Ameríku, Asíu og í löndum við Kyrrahaf. Afar ólíklegt að fólk fái malaríu á ESB/EES-svæðinu

Hvernig er hægt að koma í veg fyrir malaríu?

Besta vörnin gegn malaríu er að forðast flugnabit. Forvarnir fela í sér moskítónet, sérstaklega net sem eru meðhöndluð með skordýraeitri, að klæðast fatnaði sem hylur mestan hluta líkamans og nota flugnaeitur á þá hluta húðarinnar sem eru sýnilegir.

Hægt er að nota lyf til að draga úr hættu á að verða veikur ef þú ert útsettur fyrir malaríu á ferðalagi.

Bólusetning getur verndað gegn malaríu hjá börnum.  

Hvernig er malaría meðhöndluð?  

Malaría er brátt vandamál og krefst skjótrar meðferðar með malaríulyfjum til að draga úr hættu á alvarlegum fylgikvillum.