Mænusótt
What is polio?
Poliomyelitis is a viral disease that affects the central nervous system. Historically, it has been a major cause of death, acute paralysis and lifelong disabilities.
In 1988, a resolution was passed by the World Health Assembly to eradicate polio. Large-scale vaccination programmes have succeeded in eliminating wild polio from most areas of the world, and efforts are ongoing to stop the polio transmission that still occurs in a few remaining countries.
Vaccination is crucial in the fight against polio, and the aim is to achieve a polio-free world.
í stuttu máli: Mænusótt í Evrópu
- Veirusýking sem hefur aðallega áhrif á taugakerfið
- Mænusótt smitast auðveldlega milli manna í gegnum andrúmsloftið og með snertingu við mengað yfirborð
- Fyrir tíma fjöldabólusetninga var mænusótt aðalorsök lömunar og dauða barna
- Evrópa var yfirlýst mænusóttarlaus árið 2002, þökk sé góðum árangri bólusetninga
- Bólusetning getur komið í veg fyrir mænusótt og þá fylgikvilla sem það getur valdið
Hver eru einkenni mænusóttar?
Afleiðingar mænusóttarsmits geta verið allt frá einkennalausri sýkingu til lömunar og dauða.
- Um 70% þeirra sem smitast af mænusótt fá engin einkenni.
- Um 25% fá væg einkenni (t.d. hita, höfuðverk, uppköst og niðurgang).
- Lömunarveiki kemur fram við innan við 1% allra sýkinga og getur leitt til varanlegrar örorku og dauða. Lömunarveiki byrjar með einkennum heilahimnubólgu, en eftir það fylgja miklir vöðvaverkir og tap á skynjun og hreyfingum á mismunandi svæðum líkamans. Allir útlimir geta lamast, en neðri útlimir verða helst fyrir áhrifum.
Hverjir eru fylgikvillar mænusóttar?
Meðal þeirra sem fá lömunarveiki deyja 5-15% vegna lömunar í öndunarvöðvum og tveir þriðju þjást af varanlegu máttleysi. Heilabólga er sjaldgæfur fylgikvilli mænusóttar.
Hvernig smitast mænusótt?
Mænusótt er mjög smitandi; hún smitast auðveldlega frá einum einstaklingi til annars. Veiran smitast við mengun saurefna frá sýktum einstaklingi á hendur, áhöld, í mat eða vatn eða með dropum eða úða úr hálsi smitaðs einstaklings.
Hverjir eru í áhættu að fá mænusótt?
Allir óbólusettir einstaklingar geta smitast af mænusóttarveiru. Börn yngri en fimm ára eru í mestri hættu á að smitast en ungbörn yngri en sex mánaða geta verið varin að einhverju leyti vegna mótefna frá móðurinni.
Þættir sem stuðla að útbreiðslu mænusóttar eru:
- þéttbýli
- ófullnægjandi innviði heilbrigðisþjónustu
- ófullnægjandi hreinlætisaðstaða
- há tíðni sjúkdóma sem valda niðurgangi
- lítil útbreiðsla bólusetninga gegn mænusótt.
Hvernig er hægt að koma í veg fyrir mænusótt?
Ekki er hægt að lækna mænusótt. Aðeins er hægt að koma í veg fyrir sjúkdóminn með bólusetningu. Fólk getur orðið ónæmt eftir bólusetningu eða eftir að smitast af veirunni
Tvær gerðir af bóluefni eru fáanlegar: óvirkjað mænusóttarbóluefni (e. inactivated poliovirus vaccine - IPV) og lifandi veiklað mænusóttarbóluefni til munnlegrar inntöku (e. oral polio vaccine - OPV). Bæði eru mjög áhrifarík gegn mænusótt. Bæði eru mjög áhrifarík gegn mænusóttarveirunni.
Þrátt fyrir að OPV bóluefnið sé ekki notað í ESB er það enn í notkun í sumum löndum þar sem mænusótt er enn landlæg. OPV er öruggt og áhrifaríkt og stöðvar útbreiðslu mænusóttar.
Í samfélögum með litla útbreiðslu bólusetninga gegn mænusótt getur lifandi veiklaða veiran í OPV viðhaldist í samfélagi í langan tíma og í sjaldgæfum tilvikum stökkbreyst í form sem veldur lömun. Þetta þýðir ekki að villt mænusóttarveira hafi komið upp aftur. Vegna þessa er stefnt að því að hætta að nota OPV á heimsvísu eins fljótt og auðið er þegar villtri mænusótt hefur verið útrýmt.
Bólusetning með IPV er hluti af almennum bólusetningum barna í aðildarríkjum ESB. Bóluefnið má gefa eitt sér eða í samsetningu með öðrum bóluefnum (t.d. barnaveiki, stífkrampa, kíghósta, lifrabólgu B og Haemophilus influenzae tegund b).
Einnig er hægt að draga úr útbreiðslu mænusóttar með því að:
- tryggja aðgengi allra að hreinu vatni
- efla almennt hreinlæti
- bæta hreinlætisaðstæður s.s. skólpmeðhöndlun.
Hvernig er mænusótt meðhöndluð?
Engin sérstök meðferð er til við mænusótt og eingöngu einkennameðferð í boði fyrir fólk sem veikist. Ekki er hægt að lækna lömun, endurhæfingu er beitt til að hámarka hreyfigetu.