Mislingar
What is measles?
Measles is a highly contagious viral disease that can be contracted at any age, and that can spread widely. It is a serious disease that can lead to complications and even death.
At a glance: Measles in Europe
- Disease of the skin caused by a virus
- Measles virus spreads easily through the air
- Can have severe, lifelong complications, including deafness and blindness
- Over 6000 cases in the last year
- Vaccination has been protecting against measles and its complications since the 1960s. Two doses are important to ensure optimal protection.
Hver eru einkenni mislinga?
Einkenni mislinga birtast venjulega 10-12 daga eftir sýkingu:
- fyrstu einkenni líkjast kvefi; nefrennsli, hósti og vægur hiti;
- augun verða rauð og viðkvæm fyrir ljósi;
- á þriðja til sjöunda degi, getur hiti farið í allt að 41 °C;
- rauð útbrot sem vara í fjóra til sjö daga byrjar á andliti og dreifist síðan um allan líkamann;
- litlir hvítir blettir geta einnig birst á tannholdinu og innan á kinnunum.
Hverjir eru fylgikvillar mislinga?
30% barna og fullorðinna sem smitast af mislingum geta fengið fylgikvilla. Þeir geta verið eyrnabólga og niðurgangur.
Lungnabólga er mögulegur alvarlegur fylgikvilli sem hefur leitt til dauða sumra mislingasjúklinga. Lungnabólga er algengasta orsök dauðsfalla vegna mislinga.
Dánartíðni fyrir mislinga er 1-3 einstaklingar af 1 000 tilfellum og hæðst hjá þeim yngri en fimm ára og meðal ónæmisbældra einstaklinga.
Dánartíðni fyrir mislinga er 1-3 einstaklingar af 1 000 tilfellum og hæst hjá þeim sem eru yngri en fimm ára og meðal ónæmisbældra einstaklinga.
Örsjaldan getur þrálát mislingaveirusýking framkallað innlyksuheilabólgu (SSPE), sjúkdóm þar sem taugar og heilavefur rýrna smám saman og líklegri er að komi fram ef mislingasýking kemur fram á unga aldri. SSPE birtist venjulega nokkrum árum eftir að viðkomandi sjúklingur var með mislinga; að meðaltali sést hann 7 til 10 árum eftir sýkinguna. Einkenni fela í sér breytingar á persónuleika, stigvaxandi geðræna rýrnun, vöðvakrampa og önnur taugavöðvaeinkenni. Það er engin lækning við SSPE og hann leiðir alltaf til dauða.
Hvernig smitast mislingar?
Mislingaveiran dreifist með dropasmitum sem myndast þegar sýktur einstaklingur hóstar og hnerrar. Dropasmit sem innihalda vírusa geta verið í loftinu í nokkrar klukkustundir og vírusinn er smitandi á menguðu yfirborði í allt að tvær klukkustundir. Einstaklingur sem er smitaður getur smitað aðra af mislingum jafnvel áður en útbrot birtast (venjulega eftir 4 daga) og í um það bil 4 daga eftir að útbrot hafa komið fram.
Mislingar dreifast auðveldlega meðal óbólusettra einstaklinga. Áætlað er að einn einstaklingur með mislinga geti smitað að meðaltali milli 12 og 18 óbólusetta einstaklinga.
Hverjir eru í áhættu að fá mislinga?
Þeir sem eru ekki bólusettir gegn mislingum eða hafa ekki fengið sjúkdóminn eiga í hættu að fá mislinga á hvaða aldri sem er.
Hvernig er hægt að koma í veg fyrir mislinga?
Eina vörnin gegn mislingum er bólusetning. MMR (mislingar, hettusótt og rauðir hundar) er bóluefni sem er samsett bóluefni sem verndar gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (þýskum mislingum). MMR bóluefnið er öruggt og áhrifaríkt og hefur mjög fáar aukaverkanir. Greint hefur verið frá vægum viðbrögðum eins og hita, roða eða bólgu á stungustað. Sumir bóluefnisþegar þróa væg, mislingalík útbrot sem ekki ekki er hægt að smitast af, venjulega 7 - 14 dögum eftir bólusetningu, sem hverfur innan 1 - 3 daga.
Nauðsynlegt er að gefa tvo skammta af bóluefninu til að ná hámarks vernd. Fyrsti skammturinn er gefinn á aldrinum 10 til 18 mánaða í löndum innan Evrópu. Hægt er að gefa seinni skammtinn einum mánuði eða meira eftir fyrsta skammtinn, í samræmi við innlendar bólusetningaráætlanir.
MMR bóluefnið má gefa fyrr á ævinni ef það eru farsóttir. Ungbörn frá sex til níu mánaða aldurs sem eru á svæði - eða munu ferðast til svæða - með mikla áhættu á nálægð við mislinga, ættu að fá viðbótarskammt af MMR bóluefninu. Slíkur skammtur fyrir níu mánaða aldur er viðbót við þá tvo skammta sem eru í bólusetningaráætluninni, sem miða að því að veita fulla vernd.
Hvernig eru mislingar meðhöndlaðir?
Engin sérstök meðferð er við mislingum. Flestir ná sér eftir stuðningsmeðferð, sem getur falið í sér vökvun og hitalækkandi lyf.
Margvíslegar ráðstafanir eru notaðar til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu mislinga, svo sem sóttkví frá skóla eða vinnu bæði fyrir hinn veika einstakling og einstaklinga sem eru í nánum tengslum við hann og óvíst er um stöðu bólusetninga þeirra.
Sýklalyf eru ekki áhrifarík gegn mislingum vegna þess að þeir er af völdum víruss. Hins vegar eru sýklalyf oft notuð til að meðhöndla fylgikvilla með bakteríusýkingum sem geta myndast vegna mislinga, svo sem lungnabólgu og eyrnabólgu.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC): https://www.ecdc.europa.eu/en/measles/facts/factsheet (EN)
Athugið: Upplýsingarnar sem eru í þessum staðreyndablöðum eru ætlaðar fyrir almennar upplýsingar og ætti ekki að nota í staðinn fyrir einstaka sérfræðiþekkingu og mat heilbrigðisstarfsmanns.