Lifrarbólga A

Staðreyndablað

Hvað er lifrarbólga A? 

Lifrarbólga A er mjög smitandi sýking sem veldur bólgu í lifur og getur haft áhrif starfshæfni hennar. Tíminn milli útsetningar og einkenna er að meðaltali á bilinu 28 til 30 dagar. Einkenni vara yfirleitt í tvær til sjö vikur.

 

Nauseous man

Hver eru einkenni lifrarbólgu A? 

Lifrarbólgu A veirusýking veldur oft vægum sjúkdómi, einkum hjá börnum undir fimm ára aldri. Fullorðið fólk veikist yfirleitt skyndilega, einkenni sem geta komið fram eru:

 • gula (gulnun húðar eða augnhvítu)
 • dökkt þvag
 • þreyta
 • lystarleysi
 • óþægindi í kvið
 • ógleði
 • uppköst
 • hiti

Fólk er mest smitandi rétt fyrir upphaf einkenna, en flestir hætta að smita um viku eftir að gula kemur fram.

family illustration

Hverjir eru fylgikvillar lifrarbólgu A? 

Ekki er vitað til þess að langvinn sýking af völdum lifrarbólgu A geti átt sér stað. Í 15% tilvika koma einkenni þó í endurteknum köstum í allt að eitt ár eftir að veikindi koma first fram. Með bata kemur fram ævilangt ónæmi gegn endursmiti.

Lifrarbólga A er sjaldan lífshættuleg, en hættan á dauða er meiri hjá fullorðnum eldri en 50 ára eða hjá fólki með undirliggjandi langvinnan lifrarsjúkdóm.

Hvernig smitast lifrarbólga A? 

Lifrarbólga A er af völdum lifrarbólgu A veiru. Veiran dreifist oftast með saur frá sýktum einstaklingi, annaðhvort við beina snertingu milli einstaklinga þar sem hreinlæti er ábótavant eða við neyslu mengaðra matvæla eða vatns.

Veiran getur einnig breiðst út við nána snertingu, svo sem meðal heimilisfólks, á dvalarheimilum, í leikskólum og skólum og við kynlíf.

Hverjir eru í áhættu að fá lifrarbólgu A?

Eftirfarandi hópar eru í mestri hættu á að sýkjast af lifrarbólgu A:

 • karlar sem hafa kynmök við karla
 • fólk sem býr með einstaklingi með lifrarbólgu A
 • fólk sem býr við bágar aðstæður þar sem hreinlæti er ábótavant
 • eiturlyfjaneytendur
Washing food

Hvernig er hægt að koma í veg fyrir lifrarbólgu A? 

Best er að koma í veg fyrir lifrarbólgu A með góðu hreinlæti og matvælaöryggi og með bólusetningu.

Öflugar aðgerðir þegar smit koma upp, svo sem efling persónulegs hreinlætis, rakning smitleiða og bólusetning fólks í smithættu hafa einnig reynst árangursríkar.

Góð og örugg bóluefni eru í boði. Bóluefni gera gagn þótt þau séu gefin allt að tíu dögum eftir útsetningu.

Hvernig er lifrarbólga A meðhöndluð? 

Engin sérstök meðferð er fyrir lifrarbólgu A, meðferðin er aðeins stuðningsmeðferð og sjúklingar ná sér yfirleitt af sjálfsdáðum.

Athugið: Upplýsingarnar sem eru í þessum staðreyndablöðum eru ætlaðar sem almennar upplýsingar og ætti ekki að nota þær í staðinn fyrir einstaka sérfræðiþekkingu og mat heilbrigðisstarfsmanns.