Haemophilus influenzae tegund b (Hib)
Hvað er Haemophilus influenzae tegund b (Hib)?
Haemophilus influenzae tegund b (Hib) er baktería sem getur valdið sýkingu með hugsanlega alvarlegum og jafnvel lífshættulegum fylgikvillum. Sýkingin getur einnig valdið varanlegri skerðingu á borð við heyrnarskerðingu og námsörðugleika. Sýkingin er algengust meðal barna yngri en 5 ára og tveir þriðju tilfella koma fram hjá börnum yngri en 12 mánaða.
í stuttu máli: Hib bakteríusýking í Evrópu
- Sjúkdómur sem getur haft áhrif á mismunandi líkamshluta af völdum baktería
- Hib getur breiðst út um loftið
- Um 3000 tilfelli á hverju ári
- Hib getur valdið alvarlegum fylgikvillum eins og heilahimnubólgu, blóðsýkingu eða bráðri barkaloksbólgu.
- Börn og unglingar eru í mestri hættu
- Bólusetning getur komið í veg fyrir Hib sýkingar og alvarlega fylgikvilla sem þeir geta valdið.
Hver eru einkenni Haemophilus influenzae tegund b (Hib)?
Einkenni Hib sýkingar eru háð því hvaða líkamanshluta bakterían sýkir. Þess vegna getur fólk með Hib sýkingu sýnt ýmis einkenni, þ.m.t.:
- Hita
- Þreytu, eiga erfitt með að vakna
- Höfuðverk
- Hálsbólgu
- Öndunarerfiðleika
- Stífan háls
- Uppköst
- Verki eða bólgna liði
- Útbrot sem hverfa ekki þegar þrýst er á þau
- Föl, blá, grá eða flekkótt húð, varir eða tunga
- Dökk húð í kringum neglur eða augu
Hverjir eru fylgikvillar Hib sýkingar?
Hib sýkingar geta verið alvarlegar og valdið lífshættulegum fylgikvillum. Fylgikvillar eru mismunandi eftir staðsetningu sýkingar í líkamanum en eru yfirleitt tengdir bólgum og vefjaskemmdum. Fylgikvillar geta verið:
- Heilahimnubólga (bólga í himnunni sem umlykur heila og mænu)
- Blóðsýking (alvarleg blóðsýking/-eitrun)
- Speldisbólga (bólga í epiglottis, flipinn sem kemur í veg fyrir að matur komist inn í loftpípuna)
- Lungnabólga (sýking og bólga í lungum)
- Liðabólga (sýking og bólga í liðum)
- Purulent gollurshússbólga (lífshættuleg sýking í sekknum sem umlykur hjartað)
- Hjartalínubólga (bólga í innri himnu hjartans)
Hvernig smitast Hib?
Hib bakterían getur lifað í nefi og hálsi fólks en veldur venjulega ekki sjúkdómum. Ef bakterían flytur sig til annarra hluta líkamans getur sýkingin sem af því hlýst verið mjög alvarleg. Ef einstaklingur er veikur með Hib sýkingu getur sýkinging breiðst út til annarra einstaklinga með úða/dropum frá öndunarvegi.
Hverjir er í áhættu að fá Hib sýkingu?
Hver sem er getur fengið Hib sýkingu á hvaða aldri sem er. Hins vegar eru þeir sem eru í mestri hættu á sýkingu og alvarlegum sjúkdómum börn yngri en fimm ára, aldraðir og fólk með veikt ónæmiskerfi.
Hvernig er hægt að koma í veg fyrir Hib sýkingu?
Bólusetning er áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir Hib sýkingar. Hib bóluefnið er hluti af barnabólusetningaráætluninni í öllum ESB/EES löndum. Útbreidd bólusetning hefur leitt til verulegrar fækkunar á Hib sýkingum, frá því að bólusetning hófst á níunda áratugnum.
Gott hreinlæti og að forðast nánd við fólk sem er veikt getur verndað gegn Hib sýkingu.
Hvernig er Hib sýking meðhöndluð?
Meðferð við Hib sýkingu felur yfirleitt í sér notkun sýklalyfja til að meðhöndla sýkinguna. Þörf fyrir aðra meðferð fer eftir því hvar sýkingin er í líkamanum og þeim fylgikvillum sem hún hefur valdið.
Aðstandendur þeirra sem eru með Hib sýkingu og aðrir nánir geta einnig þurft að fá sýklalyf í varúðarskyni.